Erlent

Íbúar í Houston velja samkynhneigðan borgarstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annise Parker er nýr borgarstjóri í Texas.
Annise Parker er nýr borgarstjóri í Texas.
Annise Parker hefur verið kjörin borgarstjóri í Houston í Texasfylki í Bandaríkjunum. Parker hlaut 53,6% atkvæða.

Það sem vekur mestu athyglina við kjör Parker er að aldrei hefur samkynhneigður einstaklingur verið kjörinn borgarstjóri í jafn fjölmennri borg og Houston. Íbúar borgarinnar eru um 2,2 milljónir talsins.

Í kosningabaráttunni var Parker hins vegar gagnrýnd mikið af íhaldsömum trúmönnum og öðrum sem fordæma líferni samkynhneigðra, að því er fram kemur á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×