Sport

9.8 sekúndna sigur Loeb í Noregi

Sebastian Loeb vann norska rallið eftir harðan slag við Miko Hitvonen.
Sebastian Loeb vann norska rallið eftir harðan slag við Miko Hitvonen. Mynd: Getty Images
Sebastian Loeb á Citroen vannn anna sigurinn í röð í heimsmeistaramótinu í rallakstri í dag. Hann varð 9.8 sekúndum á undan Miko Hirvonen á Ford Focus eftir æsispennandi lokadag.

Það munaði aðeins 7.7 sekúndum fyrir síðustu sérleið dagsins í dag, en Loeb tókst að aka betur, þó Hirvonen hafi gefið allt sitt í að ná Loeb á lokaleiðinni.

"Hirvonen gerði góða hluti og ég þurfti að vera á tánum allan tímann. Það var óneitanlega andlega erfitt að geta aldrei slakað á. Það hefði verið leikur einn að glopra öllu úr höndum sér, slík var samkeppnin. Það var skemmtilegt að vinna eftir svona harða keppni", sagði Loeb.

Hiorvonen var ekki eins glaður í bragði eftir hetjulega baráttu. "Ég er svekktur að hafa bara náð öðru sæti, en þetta var harður slagur. Loeb var fljótari í gær og það lagði grunn að sigrinum", sagði Hirvonen.

Heimamaðurinn Hennig Solberg á Ford Focus varð fjórði, en hann ekur hjá nýju liði og hefur gengið vel í fyrstu tveimur mótum heimsmeistaramótsins. Hann er bróðir Petter Solberg, fyrrum heimsmeistara. Henning tafðist nokkuð með bilaða kúplingu og þóttist heppinn að klára rallið.

Lokastaðan í Noregi

1. Sebastien Loeb Citroen 3:28:15.9

2. Mikko Hirvonen Ford + 9.8

3. Jari-Matti Latvala Ford + 1:21.8

4. Henning Solberg Ford + 3:33.5

5. Dani Sordo Citroen + 3:52.0

6. Petter Solberg Citroen + 6:25.4

7. Matthew Wilson Ford + 6:35.6

8. Urmo Aava Ford + 6:49.1

9. Mads Ostberg Subaru + 10:00.5

10. Sebastien Ogier Citroen + 12:49.8












Fleiri fréttir

Sjá meira


×