Innlent

Ákveðið að fjölga í Barnavernd Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson flutti tillöguna í borgarráði. Mynd/ Vilhelm.
Þorleifur Gunnlaugsson flutti tillöguna í borgarráði. Mynd/ Vilhelm.
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag samhljóða tillögu um að fjölga stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í tillögunni felst að fjölgað verði í Barnavernd um eitt stöðugildi lögfræðings og tvö stöðugildi félagsráðgjafa. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, lagði tillöguna fram í borgarráði en henni var siðan vísað til Velferðarráðs og var samþykkt þar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×