Innlent

Færði boðskap fólksins í salinn

hugo chavez
hugo chavez
Hugo Chavez, forseti Venesúela, hélt ræðu, líkt og fjölmargir þjóðar­leiðtogar, í gær. Chavez var ánægður með mótmælendur fyrir utan ráðstefnuhöllina og nýtti ræðutíma sinn að hluta til að koma boðskap þeirra á framfæri.

Það voru fyrst og fremst tvö slagorð sem heilluðu forsetann: „Breytið kerfinu, ekki loftslaginu!" og „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því." Chavez sagði þetta orð að sönnu. Hann sagði vofu á ferð í Kaupmannahöfn, vofu sem enginn þyrði að nefna en væri alltumlykjandi. Þetta væri vofa kapítalismans sem sósíalisminn einn gæti bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×