Innlent

Fiskvinnslufólk fær ríflega jólabónusa

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að greiða hverjum starfsmanni 150 þúsund krónur til viðbótar desemberuppbótinni, Ísfélagið í Vestmannaeyjum ætlar að tvöfalda jólabónusinn til sinna starfsmanna og Samherji ætlar að greiða sínu landverkafólki hundrað þúsund krónur aukalega nú í desember. Þetta kemur fram á heimasíðum fyrirætkjanna og öll skýra fyrirtækin þetta með góðri rekstrarafkomu , meðal annars vegna lágs gengis krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×