Mál Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar, sem ákærðir eru fyrir að ætla að framleiða amfetamín í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skiluðu verjendur greinargerðum þar sem afstaða sakborninganna tveggja til sakarefnisins var skýrð.
Verksmiðjan í Hafnarfirði var ein sú fullkomnasta sem sérfræðingur Interpol hefur komist í kynni við. Þar fundust upphafsefni sem dugað hefðu til að framleiða ríflega 350 kíló af amfetamíni. Báðir mennirnir neita hins vegar að hafa ætlað að framleiða í verksmiðjunni amfetamín. - sh