Sport

Forystumanni vísað úr keppni

BMW var í forystu í Dakar rallinu, en forystumanninum var vísað úr leik fyrir að aka ranga akstursleið.
BMW var í forystu í Dakar rallinu, en forystumanninum var vísað úr leik fyrir að aka ranga akstursleið. Mynd: AFP

Dakar rallið sögufræga fer fram í Argentínu og Chile og hefur gengið á ýmsu síðustu daga. Í gærkvöldi var forystuáhöfninni í mótinu vísað úr keppni og fá því ekki að ræsa af stað í dag.

Nasser Al-Attiyah og Tina Thorner á BMW voru dæmd úr leik fyrir að aka ekki rétta akstursleið eftir að vélin ofhitnaði. Þau fóru ekki framhjá fyrirfram ákveðnum eftirlitsstöðvum, þegar þau kusu að sneiða framhjá akstri um sandöldur vegna þess að vélin ofhitnaði skömmu eftir ræsingu inn á sérleið.

BMW liðið hafði verið í toppbaráttunni frá upphafi mótsins en mótsstjórn átti engra annarra kosta vel en vísa liðinu úr keppni. Þá féll annað stórt nafn úr leik. Það ver Stephane Peterhandsel á Mitsubishi, fyrrum sigurvegari rallsins. Aðstoðarökumaður hans örmagnaðist við að reyna losa bíl þeirra með handafli úr mýri einni sem þeir sukku í. Hann var fluttur á spítala og félagarnir tveir drógu sig í hlé.

Volswagen gengur vel í Dakar rallinu og eru í þremur efstu sætunum við ræsingu. Suður Afríku maðurinn Giniel de Villiers er í forystu, á undan Carlos Sainz frá Spáni og Mark Miller frá Bandaríkjunum, sem er mjög reyndur úr Baja 1000 rallinu vestan hafs. Í mótorhjólaflokki hefur KTM forystu, en Spánverjinn Marc Roma var með 40 mínútna forskot við ræsingu í morgun.

Um 300 ökutæki, bílar, mótorhjól, fjórhjól og trukkar eru enn með í keppninni, en hún stendur í viku í viðbót, eftir að hafa staðið í viku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×