Erlent

Mætir á loftslagsráðstefnuna

Barack Obama Ætlar að gera grein fyrir áformum Bandaríkjanna í loftslagsmálefnum.fréttablaðið/AP
Barack Obama Ætlar að gera grein fyrir áformum Bandaríkjanna í loftslagsmálefnum.fréttablaðið/AP

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að koma við á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn áður en hann heldur til Óslóar að taka við friðarverðlaunum Nóbels.

Hann kemur til Kaupmannahafnar 9. desember og ávarpar ráðstefnuna, sem hefst 7. desember. Þar ætlar hann að greina frá hvaða markmið Bandaríkin ætla að setja sér í losun gróðurhúsalofttegunda.

Mike Froman, ráðgjafi forsetans, segir að hann hafi ákveðið að fara til Kaupmannahafnar til þess að setja kraft í samningaviðræðurnar þar. Nú hafa leiðtogar 65 ríkja boðað komu sína til Kaupmannahafnar, en flestir þeirra ætla sér að vera þar undir lok ráðstefnunnar, dagana 17. til 18. desember, þegar niðurstöður viðræðnanna eru farnar að koma í ljós.

Yvo de Boyer, framkvæmdastjóri loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afar mikilvægt að Obama láti sjá sig á ráðstefnunni.

Þetta verður önnur heimsókn Bandaríkjaforseta til Kaupmannahafnar síðan í haust. Í byrjun október hélt hann þangað til að sannfæra alþjóðaólympíunefndina um að velja Chicago sem vettvang sumarólympíuleikanna árið 2016, en hafði þá ekki erindi sem erfiði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×