Sport

Miklar sviptingar í Dakar rallinu

Þrátt fyrir áföll hefur Volkswagen enn forystu í Dakar rallinu. Giniel de Villiers er fyrstur, en Carlos Sainz féll úr leik í dag eftir að hafa ekið útaf.
Þrátt fyrir áföll hefur Volkswagen enn forystu í Dakar rallinu. Giniel de Villiers er fyrstur, en Carlos Sainz féll úr leik í dag eftir að hafa ekið útaf. Mynd: AFP
Þrír ökumenn hafa skipst á því að hafa forystu í Dakar rallinu í dag. Suður afríski ökumaðurinn Giniel De Villiers á Volkswagen er fyrstur eftir mikla dramatík í dag.

Spánverjinn Carlos Sainz var í forystu í upphafi dags, en hlekktist á og varð að hætta keppni vegna skemmda á bíl sínum. Rétt eins og De Villiers ók hann Volswagen.

Bandaríkjamaðurinn Mark Millers náði forystu eftir brottfall Sainz, en De Villiers sá við honum á sérleiðinni sem var m.a. um eyðimerkursanda, hóla og hæðir. De Villiers er kominn með 16 mínútna forskot á Miller þegar fjórir dagar eru eftir.

Robby Gordon á Hummer er þriðji og hann var með þriðja besta tímann í dag. Markmkið Volkswagen var að skila öllum þremur forystubílunum í endamark, en einn er nú fallinn úr leik og Gordon hugsar sér gott til glóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×