Laddi lætur úlnliðsbrot ekki stoppa sig 26. nóvember 2009 03:15 Brotnaði heima Laddi flækti sig í stóllöpp og setti vinstri höndina fyrir sig með þeim afleiðingum að hann úlnliðsbrotnaði. Hann ætlar þó að bíta á jaxlinn og leika Skrögg í Loftkastalanum um helgina. Fréttablaðið/GVA „Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Að sögn Ladda tekur brotið sex vikur að gróa og hann þakkar guði fyrir að hann var ekki búinn að panta sér golfferð eitthvert suður á bóginn. „Nei, ég ætlaði reyndar að skoða það, að komast í golfferð þegar þessari törn lýkur loksins. Ég verð bara vonandi búinn að ná mér nógu snemma til að geta farið upp úr áramótunum." Þetta er reyndar í annað sinn á þessu ári sem Laddi slasar sig því hann marðist á rifbeini við tökur á slagsmálasenu fyrir kvikmyndina Jóhannes. Og brotið hefði ekki getað komið á verri tíma því leikarinn er jú önnum kafinn við að bregða sér í allra kvikinda líki í jólasýningunni Skröggur sem sýnd er í Loftkastalanum. Þar leikur Laddi öll hlutverkin og því var ekki hægt að fá neinn staðgengil til að hlaupa í skarðið. „Ég læt mig bara hafa það, leik þetta með höndina svona þótt þetta séu tvær sýningar." Til að bæta gráu ofan á svart er hann einnig veislustjóri á jólahlaðborði Hótels Sögu um helgina en það er engan bilbug á leikaranum að finna, hann hyggst bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Þegar Fréttablaðið náði tali af leikaranum í gær var hann hins vegar staddur í tökum á Áramótaskaupinu. Og úlnliðsbrotið kom þar loksins að góðum notum ef svo mætti segja því hann leikur sjálfan forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson. „Já, gifsið kom ekki að sök þar heldur passar bara vel við hlutverkið, hann er hvort eð er alltaf í fatla annað slagið." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
„Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Að sögn Ladda tekur brotið sex vikur að gróa og hann þakkar guði fyrir að hann var ekki búinn að panta sér golfferð eitthvert suður á bóginn. „Nei, ég ætlaði reyndar að skoða það, að komast í golfferð þegar þessari törn lýkur loksins. Ég verð bara vonandi búinn að ná mér nógu snemma til að geta farið upp úr áramótunum." Þetta er reyndar í annað sinn á þessu ári sem Laddi slasar sig því hann marðist á rifbeini við tökur á slagsmálasenu fyrir kvikmyndina Jóhannes. Og brotið hefði ekki getað komið á verri tíma því leikarinn er jú önnum kafinn við að bregða sér í allra kvikinda líki í jólasýningunni Skröggur sem sýnd er í Loftkastalanum. Þar leikur Laddi öll hlutverkin og því var ekki hægt að fá neinn staðgengil til að hlaupa í skarðið. „Ég læt mig bara hafa það, leik þetta með höndina svona þótt þetta séu tvær sýningar." Til að bæta gráu ofan á svart er hann einnig veislustjóri á jólahlaðborði Hótels Sögu um helgina en það er engan bilbug á leikaranum að finna, hann hyggst bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Þegar Fréttablaðið náði tali af leikaranum í gær var hann hins vegar staddur í tökum á Áramótaskaupinu. Og úlnliðsbrotið kom þar loksins að góðum notum ef svo mætti segja því hann leikur sjálfan forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson. „Já, gifsið kom ekki að sök þar heldur passar bara vel við hlutverkið, hann er hvort eð er alltaf í fatla annað slagið." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning