Erlent

Tilkynningum um ólöglega starfsmenn fjölgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöglegu vinnuafli í Danmörku hefur fjölgað. Mynd/ AFP.
Ólöglegu vinnuafli í Danmörku hefur fjölgað. Mynd/ AFP.

Lögreglan í Danmörku fær sífellt fleiri tilkynningar um útlendinga sem starfa ólöglega í Danmörku. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fékk lögreglan 139 tilkynningar um slíkt en 96 tilkynningar á sama tíma í fyrra. Þá voru 78 atvinnuveitendur sem ekki voru með fullgilda pappíra og leyfi fyrir launþegum sínum tilkynntir til lögreglunnar. Þetta sýnir skýrsla danska ríkislögreglustjórans um ólöglega atvinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×