Innlent

Marijúana og kannabisplöntur fundust við húsleit

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Stefán Karlsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 2,4 kíló af marijúana og 210 kannabisplöntur. Um var að ræða svokallaða vatnsræktun en plönturnar voru flestar mjög stórar og í fullum blóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Áður höfðu fundust rúmlega 100 grömm af marijúana í íbúð í austurborg Reykjavíkur en málin tengjast. Karl á fimmtugsaldri, sem var handtekinn á síðarnefnda staðnum, hefur játað aðild að þeim báðum.

Fyrr í vikunni stöðvaði lögreglan kannabisræktun í tveimur íbúðum í sama húsi í vesturbæ Reykjavíkur. Þar fundust 110 kannabisplöntur og voru þær á lokastigi ræktunar. Grunur leikur á að sami aðili sé ábyrgur fyrir ræktun þessara kannabisplantna en rannsókn málsins er ekki lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×