Nýjar stórstjörnur 17. desember 2009 04:15 Bradley Cooper Bradley sló í gegn í smellinum The Hangover nú í ár. Hann lék áður í kvikmyndinni He‘s Just Not That Into You og var orðaður við mótleikkonu sína Jennifer Aniston. Cooper hefur þó undanfarið átt í sambandi við leikkonuna Renee Zellweger. Á vefsíðu Forbes er spáð fyrir um stjörnur næsta árs. Árið 2009 var einstakt ár fyrir nýstirnin Robert Pattinson og Kirsten Stewart sem léku saman í kvikmyndinni Twilight sem sló svo eftirminnilega í gegn. Forbes spáir því þó að tveir meðleikarar þeirra verði brennheitir á nýju ári.Zach Galifianakis Þessi skeggjaði grínleikari sló í gegn í hinum óvænta smelli The Hangover. Þar fór hann með hlutverk hins hálfgeggjaða Alans. Á næsta ári leikur hann ásamt Steve Carell í gamanmyndinni Dinner For Schmucks.Kevin James James er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum King of Queens þar sem hann fer með hlutverk hins seinheppna Dougs Heffernan. James sló þó ekki í gegn á hvíta tjaldinu fyrr en í kvikmyndinni Mall Cop, en hann skrifaði handritið að myndinni, framleiddi hana og fór með aðalhlutverkið.Anna Kendrick Þessi unga leikkona fer með hlutverk bestu vinkonu Bellu í Twilight-seríunni en hún vakti enn meiri athygli sem mótleikkona George Clooneys í gamanmyndinni Up in the Air og hefur verið nefnd besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd.Taylor Lautner Taylor Lautner sló eftirminnilega í gegn sem varúlfurinn Jacob í Twilight-seríunni og á stóran aðdáendahóp meðal táningsstúlkna víða um heim. Lautner var nýlega ráðinn til að fara með hlutverk Max Steel í samnefndri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús árið 2011.Carey Mulligan Mulligan hefur verið orðuð við Óskarinn eftir leik sinn í bresku kvikmyndinni Education, en þar fer hún með hlutverk ungrar skólastúlku sem fellur fyrir eldri manni. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmynd Olivers Stone um Wall Street auk þess sem hún mun leika á móti Keiru Knightley í nýrri kvikmynd.Zoe Saldana Saldana fór með hlutverk Uhuru í kvikmyndinni Star Trek fyrir nokkru og vakti þar þó nokkra athygli meðal manna. Hún fer einnig með hlutverk í nýrri kvikmynd James Cameron, Avatar, þar sem hún leikur bláa geimveru.Chris Pine Chris Pine lék á móti Zoe Saldana í kvikmyndinni Star Trek, en þar fór Pine með hlutverk hins fræga kapteins Kirk. Myndin sló í gegn víða um heim og gerði Pine að stjörnu yfir nótt. Hann leikur á móti Denzel Washington í nýrri kvikmynd Ridley Scott, Unstoppable.Christoph Waltz Þessi þýski leikari sló í gegn sem nasistaforinginn Hans Landa í kvikmynd Quentin Tarantinos, Inglourious Basterds. Waltz hefur verið orðaður við Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Hans og í kjölfarið hafa dyrnar að Hollywood opnast fyrir honum. Hann fer með hlutverk í stórmyndinni The Green Hornet á næsta ári. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Á vefsíðu Forbes er spáð fyrir um stjörnur næsta árs. Árið 2009 var einstakt ár fyrir nýstirnin Robert Pattinson og Kirsten Stewart sem léku saman í kvikmyndinni Twilight sem sló svo eftirminnilega í gegn. Forbes spáir því þó að tveir meðleikarar þeirra verði brennheitir á nýju ári.Zach Galifianakis Þessi skeggjaði grínleikari sló í gegn í hinum óvænta smelli The Hangover. Þar fór hann með hlutverk hins hálfgeggjaða Alans. Á næsta ári leikur hann ásamt Steve Carell í gamanmyndinni Dinner For Schmucks.Kevin James James er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum King of Queens þar sem hann fer með hlutverk hins seinheppna Dougs Heffernan. James sló þó ekki í gegn á hvíta tjaldinu fyrr en í kvikmyndinni Mall Cop, en hann skrifaði handritið að myndinni, framleiddi hana og fór með aðalhlutverkið.Anna Kendrick Þessi unga leikkona fer með hlutverk bestu vinkonu Bellu í Twilight-seríunni en hún vakti enn meiri athygli sem mótleikkona George Clooneys í gamanmyndinni Up in the Air og hefur verið nefnd besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd.Taylor Lautner Taylor Lautner sló eftirminnilega í gegn sem varúlfurinn Jacob í Twilight-seríunni og á stóran aðdáendahóp meðal táningsstúlkna víða um heim. Lautner var nýlega ráðinn til að fara með hlutverk Max Steel í samnefndri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús árið 2011.Carey Mulligan Mulligan hefur verið orðuð við Óskarinn eftir leik sinn í bresku kvikmyndinni Education, en þar fer hún með hlutverk ungrar skólastúlku sem fellur fyrir eldri manni. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmynd Olivers Stone um Wall Street auk þess sem hún mun leika á móti Keiru Knightley í nýrri kvikmynd.Zoe Saldana Saldana fór með hlutverk Uhuru í kvikmyndinni Star Trek fyrir nokkru og vakti þar þó nokkra athygli meðal manna. Hún fer einnig með hlutverk í nýrri kvikmynd James Cameron, Avatar, þar sem hún leikur bláa geimveru.Chris Pine Chris Pine lék á móti Zoe Saldana í kvikmyndinni Star Trek, en þar fór Pine með hlutverk hins fræga kapteins Kirk. Myndin sló í gegn víða um heim og gerði Pine að stjörnu yfir nótt. Hann leikur á móti Denzel Washington í nýrri kvikmynd Ridley Scott, Unstoppable.Christoph Waltz Þessi þýski leikari sló í gegn sem nasistaforinginn Hans Landa í kvikmynd Quentin Tarantinos, Inglourious Basterds. Waltz hefur verið orðaður við Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Hans og í kjölfarið hafa dyrnar að Hollywood opnast fyrir honum. Hann fer með hlutverk í stórmyndinni The Green Hornet á næsta ári.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira