Bréf frá Noregi 13. október 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar