Telur líklegt að loka þurfi grunnskólum 17. desember 2009 06:00 Halldór Halldórsson. „Þróun sem ég sé fyrir mér að gæti komið til er lokun fámennari skóla. Það gæti orðið neyðarbrauð einhverra sveitarfélaga að grípa til slíkra aðgerða," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur kynnt fyrir menntamálaráðherra tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Krafan er 3,5 milljarðar á ári. Hver leið myndi spara um 1,5 milljarða. Leiðin sem helst er talin líkleg felur í sér að stytta vikulegan kennslutíma um þrjár til fimm kennslustundir á viku. Slík leið krefst þess ekki að hróflað verði við kjarasamningum kennara. Önnur leið sem nefnd hefur verið, og er hluti af tillögum sambandsins, er stytting skólaársins úr 180 dögum í 170 dögum á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sú leið verið blásin út af borðinu vegna andstöðu kennara. Halldór segir tillögurnar lokatilraun til þess að koma á samræmdum aðgerðum til að ná hagræðingu innan grunnskólans. Verði tillögunum hafnað þýði það að hvert sveitarfélag stendur eitt í baráttu sinni við þann fjárhagsvanda sem við er að glíma í þessu tilliti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, er gagnorður þegar spurt er um hug hans til tillagna sveitarfélaganna. „Ég trúi því ekki að menntamálaráðherra láti sér detta það í hug að verða við þessu. Þetta er arfavitlaust." Hann segir að þessi leið hafi verið farin áður og það hafi verið upphafið að löngu tímabili verkfalla og óvissu. Árið 2008 var kostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólanna 52 milljarðar eða fjörutíu til sextíu prósent af útgjöldum þeirra. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli sveitarfélaganna og mennta- og menningarmálaráðuneytið í þessu ljósi. Tilefnið er sá vandi sem mörgum sveitarfélögum er á höndum vegna alvarlegs tekjusamdráttar, en á yfirstandandi ári stefnir hann í að verða tíu milljarðar króna.- shá / Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
„Þróun sem ég sé fyrir mér að gæti komið til er lokun fámennari skóla. Það gæti orðið neyðarbrauð einhverra sveitarfélaga að grípa til slíkra aðgerða," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur kynnt fyrir menntamálaráðherra tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Krafan er 3,5 milljarðar á ári. Hver leið myndi spara um 1,5 milljarða. Leiðin sem helst er talin líkleg felur í sér að stytta vikulegan kennslutíma um þrjár til fimm kennslustundir á viku. Slík leið krefst þess ekki að hróflað verði við kjarasamningum kennara. Önnur leið sem nefnd hefur verið, og er hluti af tillögum sambandsins, er stytting skólaársins úr 180 dögum í 170 dögum á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sú leið verið blásin út af borðinu vegna andstöðu kennara. Halldór segir tillögurnar lokatilraun til þess að koma á samræmdum aðgerðum til að ná hagræðingu innan grunnskólans. Verði tillögunum hafnað þýði það að hvert sveitarfélag stendur eitt í baráttu sinni við þann fjárhagsvanda sem við er að glíma í þessu tilliti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, er gagnorður þegar spurt er um hug hans til tillagna sveitarfélaganna. „Ég trúi því ekki að menntamálaráðherra láti sér detta það í hug að verða við þessu. Þetta er arfavitlaust." Hann segir að þessi leið hafi verið farin áður og það hafi verið upphafið að löngu tímabili verkfalla og óvissu. Árið 2008 var kostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólanna 52 milljarðar eða fjörutíu til sextíu prósent af útgjöldum þeirra. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður á milli sveitarfélaganna og mennta- og menningarmálaráðuneytið í þessu ljósi. Tilefnið er sá vandi sem mörgum sveitarfélögum er á höndum vegna alvarlegs tekjusamdráttar, en á yfirstandandi ári stefnir hann í að verða tíu milljarðar króna.- shá /
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira