Erlent

Foreldrar sakaðir um kynferðisbrot gegn sjö börnum sínum

Börnin koma frá Írlandi. Myndin tengist ekki fréttinni. Mynd/ Vilhelm
Börnin koma frá Írlandi. Myndin tengist ekki fréttinni. Mynd/ Vilhelm
Til rannsóknar hjá lögreglunni á Írlandi er skelfilegt tilfelli sifjaspells sjö barna sem talið er að hafi verið misnotuð af báðum foreldrum.

Börnin halda því fram að þeim hafi verið nauðgað og þeim misþyrmt alverlega af foreldrum sínum að heimili þeirra í Vestur-Írlandi. Málinu þykir minna á mál Austurríkismannsins Josef Fritzl þar sem börnin lýsa því hvernig farið var með þau bakvið lokaðar dyr heimilisins.

Börnin hafa lýst því fyrir þeim er rannsaka málið hvernig þau voru neydd til þess að stunda kynlíf með foreldrum sínum og hvort öðru. Þá er blikur á lofti þess efnis að móðirin hafi alið barn sonar síns. Einnig hafa þau sagt frá því þegar faðir þeirra nauðgaði þeim meðan móðirin horfði á.

Börnin voru á aldrinum eins til þrettán ára þegar misnotkunin hófst. Þau hafa sagt rannsakendum ógrynni skelfilegra sagna af skelfilegri meðferð sem þau urðu fyrir líkt og að þurf að horfa á föður þeirra nauðga systur þeirra sem þá var aðeins tveggja ára.

Eftir tveggja ára rannsókn var málið sent til saksóknara þar sem farið var fram á að bæði faðirinn og móðirin yrðu ákærð fyrir kynferðisbrot gegn börnunum. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn sem lá að baki ákvað saksóknari að ákæra ekki.

Nú hefur hinsvegar saksóknari farið fram á að málið verði tekið upp aftur og sent til skrifstofu hans. Er þessi viðsnúningur eiga rætur sínar að rekja til máls er varðar fertuga konu sem var sakfelld í júlí í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn einum syni sinna og sifjaspell gegn hinum. Saksóknari hefur beðið um að sambærileg mál verði tekin upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×