Innlent

Innbrotsþjófar dæmdir

Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot í söluskálann Björkina á Hvolsvelli í nóvember. Mennirnir stálu tóbaki, áfengi, snyrtivörum, úrum og fleiru úr versluninni og var áætlað verðmæti þýfisins tæpar 600 þúsund krónur.

Auk þess stálu þeir skiptimynt úr sjóðsvélum og spilakössum að upphæð 236 þúsund króna. Annar þeirra var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og hinn í þrjá mánuði og eru dómarnir skilorðsbundnir. Auk þess var mönnunum gert að greiða eiganda söluskálans 1,6 milljónir auk málskostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×