Erlent

Skyrpandi diplomat sendur heim

Óli Tynes skrifar

Ungur kanadiskur diplomat hefur verið sendur heim frá Tanzaníu eftir að hafa hrækt á lögreglumann og blaðamann þar í landi.

Diplomatinn var færður á lögreglustöð eftir að hann lenti í umferðarteppu í höfuðborginni Dar es Salam.

Seinagangurinn fór svo í skapið á honum að hann opnaði bílgluggann og hrækti á lögregluþjón sem var að stjórna umferðinni.

Tanzaniskur blaðamaður fékk veður af þessu og fór á lögreglustöðina. Skapið í þeim kanadiska hafði ekki batnað meira en svo að hann hrækti líka á blaðamanninn.

Kanadiski sendiherrann var kallaður inn á teppið í utanríkisráðuneyti Tanzaníu og var þar tekin ákvörðun um að hinn skapstyggi fulltrúi yrði sendur heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×