Erlent

Sprengjuhótun seinkaði flugi til Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NRK

Um 300 farþegum, sem fljúga áttu með pakistanska flugfélaginu PIA frá Gardermoen-flugvellinum í Ósló til Pakistan, var fylgt frá borði laust fyrir klukkan fimm í gærdag eftir að sprengjuhótun barst upplýsingaborði flugvallarins símleiðis frá Pakistan.

Lögregla leitaði hátt og lágt í flugvélinni og notaði meðal annars sprengjuleitarhunda sér til aðstoðar. Leitinni lauk án árangurs laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og fór vélin í loftið skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×