Innlent

Segir öryggi farþega ógnað

gunnar bragi sveinsson
gunnar bragi sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, segir að öryggi flugfarþega sé ógnað ef ekki séu menntaðir slökkviliðsmenn við störf á Reykjavíkurflugvelli.

Um leið og Gunnar Bragi lýsti þessari skoðun sinni innti hann Kristján Möller samgönguráðherra eftir afstöðu hans til málsins. Kristján kvaðst ósammála því mati Gunnars Braga.

Flugstoðir auglýsa nú eftir flugöryggisstarfsmönnum í stað slökkviliðsmanna sem starfað hafa á Reykjavíkurflugvelli á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×