Innlent

Samningar samþykktir

Mynd/Stefán Karlsson

Samningar Blaðamanna­félags Íslands og Samtaka atvinnu­lífsins voru samþykktir á kjörfundi á mánudag. Kjörsókn var lítil, tæplega ellefu prósent.

Á kjörskrá voru 343 og atkvæði greiddu 37. Já sögðu 35 en nei 2 og voru samningarnir því samþykktir með 94,6 prósentum greiddra atkvæða. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. nóvember og gilda til ársloka 2010. Í samningum felst að launataxtar hækka um tuttugu þúsund krónur og desemberuppbót og endurgreiddur kostnaður hækkar einnig. Samningar höfðu verið lausir í rúmt ár og var deilan komin til Ríkissáttasemjara.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×