Erlent

Þrefalda sekt fyrir vændiskaup

Óli Tynes skrifar

Frá og með deginum í dag hækkar sekt fyrir að kaupa vændi í Osló upp í 546 þúsund íslenskar krónur. Það er nærri þreföldun.

Lögreglan í Osló segir að til þessa sé gripið þar sem sýnileg aukning sé á götuvændi. Á síðustu tíu mánuðum hafa um eitthundrað karlmenn verið handteknir fyrir vændiskaup í höfuðborginni.

Lögreglan segir að hinir handteknu hafi haft meiri áhyggjur af því að upp um þá kæmist en að þeir þyrftu að borga sektina sem hingaðtil hefur verið tæpar 200 þúsund krónur.

Því hafi verið ákveðið að hækka sektina þannig að hún yrði tilfinnanleg. Það sé í anda laganna, sem hafi verið sett til þess að útrýma vændi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×