Forsetinn og Icesave 29. desember 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun