Forsetinn og Icesave 29. desember 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave-málið. Nú hefur synjunarvald forseta enn komizt á dagskrá og að þessu sinni er tilefni að líta til tveggja fordæma. Hið fyrra var mótað með yfirlýsingu forseta dags. 2. júní 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Þar skírskotaði hann meðal annars til þess hversu mikilvægt væri að lagasetning um fjölmiðla styddist við víðtæka umræðu í samfélaginu og almenna sátt um vinnubrögð og niðurstöðu. Skort hafi samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli og ekki sé hollt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja í svo mikilvægu máli. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið síðara er yfirlýsing forseta dags. 2. september 2009 þegar hann staðfesti frumvarp um ríkisábyrgð á greiðslum til brezkra og hollenzkra innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands sem Alþingi samþykkti 28. ágúst 2009. Í lögunum, sem víðtæk samstaða var um, voru margvíslegir fyrirvarar, m.a. um gildistíma ábyrgðarinnar, um efnahagsleg viðmið og niðurfellingu ábyrgðar ef þar til bær aðili úrskurðaði að íslenzka ríkið bæri ekki þá skyldu. Í yfirlýsingu forseta sagði síðan: „Fyrirvararnir sem Alþingi smíðaði og samþykkti taka mið af sanngjörnum rétti þjóðarinnar, hagsmunum Íslendinga á komandi árum og alþjóðlegri samábyrgð." Með sérstakri vísan til fyrirvaranna ákvað forseti að staðfesta lögin. Í fyrri yfirlýsingu forseta er sérstaklega skírskotað til þess að ekki sé farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slík gjá verði bezt brúuð með því að þjóðin meti lagafrumvarpið um fjölmiðla í þjóðaratkvæðagreiðslu og því hafi hann ákveðið að synja lögunum staðfestingar. - Í síðari yfirlýsingunni er sérstaklega skírskotað til fyrirvara Alþingis og víðtækrar samstöðu um þá. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir telja andstæðingar þess að fyrirvarar núgildandi laga hafi í reynd verið felldir brott, en stuðningsmenn frumvarpsins andmæla og telja að enn séu þar viðhlítandi varnaglar. Án þess að það verði rætt hér, fer ekki milli mála að lítið hald virðist í því sem eftir kann að standa og raunar mikil óvissa um hverjar skuldbindingar Íslendingar taka á sig. Á þessari stundu er allt óvíst um afdrif Icesave-frumvarpsins, en á hvorn veg sem fer er ljóst að mjótt verður á munum. Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg. Gjáin milli þings og þjóðar hefur hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir. Og nú er spurningin hvernig forseti bregzt við þegar kemur til kasta hans að staðfesta frumvarpið og þá höfð í huga framangreind viðbrögð hans. Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Í stjórnarskrá Dana er svo mælt að 1/3 þingmanna geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt svo sem nánar greinir í 42. gr., en þar eru lagafrumvörp til framkvæmdar á gildum skuldbindingum samkvæmt þjóðréttarsamningum undanskilin. Nú skal ekki fullyrt um það hvort greinin ætti samkvæmt orðum sínum við Icesave-málið ef hún gilti hér á landi, en hún sýnir eigi að síður að þjóðréttarskuldbindingar teljast almennt ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt er svo annað mál að Icesave-málið er ekkert venjulegt milliríkjamál. Höfundur er lagaprófessor.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun