Innlent

Gæsluvarðhald í smyglskútumálinu að renna út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérsveitarmenn og Landhelgisgæslan eltu þrjá menn uppi á smyglskútunni. Mynd/ Anton.
Sérsveitarmenn og Landhelgisgæslan eltu þrjá menn uppi á smyglskútunni. Mynd/ Anton.
Gæsluvarðhald yfir Jónasi Árna Lúðvíkssyni, Pétri Kúld Péturssyni og Halldóri Hlíðari Bergmundssyni, sem handteknir voru fyrir tilraun til þess að smygla inn rösklega eitt hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútunni Sirtaki rennur út í dag. Þá mun gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur sem sérsveit lögreglunnar og Landhelgisgæslan eltu uppi á skútunni renna út á morgun.

Karl Steinar Valsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé fjarri því að vera lokið. Hann geri því ráð fyrir að farið verði fram á framhald á því. Það skýrist svo síðar í dag hvort héraðsdómari samþykkir framhald gæsluvarðhaldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×