Innlent

Jón Gunnar endurkjörinn

Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar hefur verið endurkjörinn formaður Bernarsamningsins.
Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar hefur verið endurkjörinn formaður Bernarsamningsins.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var einróma endurkjörinn sem formaður Bernarsamningsins á árlegum fundi aðildarríkja sambandsins í Bern nýlega.

Bernarsamningurinn, samningur um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu, er þrjátíu ára. Fundurinn samþykkti sérstaka yfirlýsingu, The Bern Declaration, um framtíðaráherslur á sviði náttúruverndar í tengslum við ár Sameinuðu þjóðanna, 2010, um líffræðilega fjölbreytni.

Fundurinn í ár markaði tímamót þar sem aðildarríkin urðu fimmtíu með aðild Bosníu-Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Georgíu.- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×