Erlent

Saksóknari vill grafa upp lík

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í júlí.
Frá vettvangi slyssins í júlí.

Saksóknari í New York hyggst fara fram á það við yfirvöld að þau láti grafa upp lík konu sem varð átta manns að bana þegar hún ók gegn akstursstefnu og framan á aðra bifreið í lok júlí, til þess að rannsaka hvort hún hafi verið undir áhrifum áfengis og marijúana þegar slysið varð. Dánardómstjóri ritaði í skýrslu sína að svo hefði verið eftir rannsókn á líki konunnar en eiginmaður hennar neitar því staðfastlega við rekstur bótamáls sem nú fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×