Heimili borga meira í heilbrigðisþjónustu 13. október 2009 06:45 Af 106 þúsund krónum sem íslensk heimili greiddu að meðaltali fyrir heilbrigðisþjónustu á árinu 2006 fóru 26,6 prósent til lyfjakaupa.Fréttablaðið/Valli Útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála jukust um 29 prósent að raungildi milli áranna 1998 og 2006. Þetta er niðurstaða Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Verulegur munur er á útgjöldum og útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu eftir hópum,“ segir í grein Rúnars í Læknablaðinu. „Endurskoða þyrfti tryggingavernd í heilbrigðiskerfinu og huga sérstaklega að öryrkjum, fólki utan vinnumarkaðar, lágtekjufólki og ungu fólki,“ bætir hann við. Rúnar byggir niðurstöður sínar á tveimur könnunum sem gerðar voru á árin 1998 og 2006. Þær voru gerðar með því að senda spurningalista til ákveðins úrtaks af fólki. Í Læknablaðinu segir Rúnar að kostnaður sé önnur algengasta ástæða þess að fullorðnir Íslendingar fresti því að leita til læknis jafnvel þótt þeir telji þörf á aðstoð læknis. „Það var einkum yngra fólk, einhleypir og fráskildir, og tekjulágt fólk sem frestaði eða felldi niður ferð til læknis af kostnaðarástæðum,“ segir í grein Rúnars. Af úrtakinu 2006 hafi það heimili sem mest borgaði varið 402 þúsund krónum í heilbrigðisþjónustu en að meðaltali hafi upphæðin verið tæpar 106 þúsund krónur. Ríflegur fjórðungur allra útgjalda heimilanna vegna heilbrigðismála fer í kaup á lyfjum. Annar fjórðungur rennur til tannlækna. Þá kemur fram hjá Rúnari að hvað einstaka þjónustuþætti varðar jókst kostnaður á þessum tímabili mest vegna sálfræðiþjónustu þar sem aukningin nam 120 prósentum. Á árinu fóru samtals 2,5 prósent af útgjöldunum í sálfræðinga. Nýtt sex þúsund króna innlagnargjald á sjúkrahús sem ákveðið var um síðustu áramót var afturkallað af nýjum heilbrigðisráðherra í febrúar. Þetta segir Rúnar sýna að ákvarðanir um greiðsluþátttöku sjúklinga séu hápólitískar en snerti grundvallarmarkmið um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Færa má rök fyrir því að gjöld sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu séu komin á varasamt stig með hliðsjón af markmiðinu um jafnt aðgengi,“ segir Rúnar í Læknablaðinu. gar@frettabladid.is Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála jukust um 29 prósent að raungildi milli áranna 1998 og 2006. Þetta er niðurstaða Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Verulegur munur er á útgjöldum og útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu eftir hópum,“ segir í grein Rúnars í Læknablaðinu. „Endurskoða þyrfti tryggingavernd í heilbrigðiskerfinu og huga sérstaklega að öryrkjum, fólki utan vinnumarkaðar, lágtekjufólki og ungu fólki,“ bætir hann við. Rúnar byggir niðurstöður sínar á tveimur könnunum sem gerðar voru á árin 1998 og 2006. Þær voru gerðar með því að senda spurningalista til ákveðins úrtaks af fólki. Í Læknablaðinu segir Rúnar að kostnaður sé önnur algengasta ástæða þess að fullorðnir Íslendingar fresti því að leita til læknis jafnvel þótt þeir telji þörf á aðstoð læknis. „Það var einkum yngra fólk, einhleypir og fráskildir, og tekjulágt fólk sem frestaði eða felldi niður ferð til læknis af kostnaðarástæðum,“ segir í grein Rúnars. Af úrtakinu 2006 hafi það heimili sem mest borgaði varið 402 þúsund krónum í heilbrigðisþjónustu en að meðaltali hafi upphæðin verið tæpar 106 þúsund krónur. Ríflegur fjórðungur allra útgjalda heimilanna vegna heilbrigðismála fer í kaup á lyfjum. Annar fjórðungur rennur til tannlækna. Þá kemur fram hjá Rúnari að hvað einstaka þjónustuþætti varðar jókst kostnaður á þessum tímabili mest vegna sálfræðiþjónustu þar sem aukningin nam 120 prósentum. Á árinu fóru samtals 2,5 prósent af útgjöldunum í sálfræðinga. Nýtt sex þúsund króna innlagnargjald á sjúkrahús sem ákveðið var um síðustu áramót var afturkallað af nýjum heilbrigðisráðherra í febrúar. Þetta segir Rúnar sýna að ákvarðanir um greiðsluþátttöku sjúklinga séu hápólitískar en snerti grundvallarmarkmið um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. „Færa má rök fyrir því að gjöld sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu séu komin á varasamt stig með hliðsjón af markmiðinu um jafnt aðgengi,“ segir Rúnar í Læknablaðinu. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira