Erlent

Jesúíti ákærður fyrir að misnota börn frá Haítí

Douglas Perlitz var álitinn miskunnarsami samverji. Annað kom á daginn.
Douglas Perlitz var álitinn miskunnarsami samverji. Annað kom á daginn.

Jesúítinn Douglas Perlitz var álitinn fyrirmyndaborgari. Hann vann með heimilislausum börnum í Haítí og fyrir það hafði hann hlotið sérstaka viðurkenningu frá Fairfield Háskólanum þar sem hann kenndi sjálfur.

Þess vegna kom það vinum hans og söfnuðu á óvart þegar hann var ákærður fyrir að hafa dregið að sé tvær milljónir dollara af fé safnaðarins sem átti að fara í uppbyggingarstarf á Haítí. Og ekki nóg með það; hann hefur einnig verið ákærður fyrir að misnota heimilislausa drengi á Haítí, þeim sömu og hann átti að hjálpa.

Honum er gefið sök að hafa boðið börnunum húsaskjól, mat, jafnvel pening fyrir kynlífsgreiða. Yngsta barnið sem hann á að hafa misnotað var sex ára gamall drengur sem hann lét búa heima hjá sér á Haítí.

Í fjölmiðlum vestan hafs er Douglas lýst sem grimmu rándýri sem kom sér fyrir í þægilegri stöðu sem góðborgari og miskunarsami samverjinn. Svo misnotar hann það vald og traust gróflega með því að nýta sér fátækt lítilla barna í einu fátækasta ríki veraldar.

Alls hefur hann verið ákærður í sjö ákæruliðum fyrir að hafa misnotað börn á grófan hátt.

Að auki er ekki vitað hvað varð af milljónunum tveimur sem vantar upp á. Vitað er að hann lagði þær inn á eigin reikning. Douglas, Jesúítinn hjálplegi, hefur neitað ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×