Innlent

Þyrla send en reyndist óþörf

Þyrla Gæslunnar reyndist óþörf þegar til kom. fréttablaðið/pjetur
Þyrla Gæslunnar reyndist óþörf þegar til kom. fréttablaðið/pjetur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sunnudagskvöld þegar stjórnstöð barst beiðni um aðstoð við að flytja björgunarsveitarmenn frá Akureyri upp á Þverárbrekkuhnjúk í Öxnadal. Þar voru fjórir menn í sjálfheldu í klettabelti sem er í 900 metra hæð.

Skömmu síðar var útkallið sett í bið þar sem mennirnir virtust geta komið sér niður af sjálfsdáðum. Um miðnætti var aftur haft samband og fór þyrla í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um miðnætti. Mennirnir komust sjálfir heilu og höldnu niður og var þyrlunni snúið við og flogið til Reykjavíkur.- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×