Félitlir Íslendingar hafna skiptinemum 26. nóvember 2009 06:00 Kreppa. Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira