Gaddfreðnir Westlife-liðar í tískufötum uppi á jökli 23. október 2009 05:00 Á tökustað Westlife-piltarnir gáfu sér lítinn tíma til að skoða hvað Reykjavík hafði upp á að bjóða; tökur á nýju myndbandi þeirra stóðu frá morgni til kvölds. Strákarnir í Westlife tóku upp myndband á Íslandi í vikunni. Myndbandið verður að líkindum frumsýnt í sjónvarpsþættinum X-Factor sem milljónir horfa á í hverri viku. „Þeir höfðu engan tíma fyrir neitt annað en tökurnar, þetta var mjög stíf dagskrá hjá þeim,“ segir Rafnar Hermannsson hjá True North. Hann var með Westlife við tökur á nýju myndbandi sveitarinnar við Jökulsárlón og Skálafellsjökul. Fréttablaðið greindi frá væntanlegri för strákabandsins en það er eitt það allra vinsælasta á Bretlandseyjum og þótt víðar væri leitað. Leikstjóri myndbandsins var Phil Adelman en sá hefur unnið með listamönnum á borð við Beyoncé, Lenny Kravitz og Jay-Z. Rafnar segir fjórmenningana í Westlife hafa komið til landsins á sunnudaginn. Síðan hafi verið unnið sleitulaust frá morgni til kvölds. Leiguvél ferjaði fjórmenningana milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði enda má engan tíma missa þegar dagsbirta er af jafn skornum skammti og nú er. „Við byrjuðum klukkan sex á morgnana og vorum að til níu á kvöldin. Og þegar öllum tökunum var lokið héldu þeir samstundis heim,“ segir Rafnar en Westlife fékk fínt veður meðan á tökunum stóð þótt óneitanlega hafi verið kalt. Drengirnir létu það þó ekki á sig fá og klæddust nýjustu tískufötunum, sem teljast ekki heppilegur klæðnaður þegar menn eru staddir uppi á hálendi Íslands. Þeim varð því nokkuð kalt, svo vægt sé til orða tekið. „Við vorum síðan bara með dúnúlpur til að hlýja þeim inni á milli.“ Þrettán manna hópur fylgdi drengjunum við hvert fótmál og þeim gafst lítið tækifæri til að kíkja á hið margrómaða næturlíf Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að þeir hafi gist í hjarta borgarinnar á 101 hóteli. Rafnar segir að gert sé ráð fyrir því að myndbandið verði frumsýnt annaðhvort um helgina eða í næstu viku í sjónvarpsþættinum X-Factor þar sem skapari sveitarinnar, Simon Cowell, situr við stjórnvölinn. Þættirnir eru meðal þeirra vinsælustu í bresku sjónvarpi og má því fastlega gera ráð fyrir að Ísland og alvöru jöklakulda beri þar talsvert á góma. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Strákarnir í Westlife tóku upp myndband á Íslandi í vikunni. Myndbandið verður að líkindum frumsýnt í sjónvarpsþættinum X-Factor sem milljónir horfa á í hverri viku. „Þeir höfðu engan tíma fyrir neitt annað en tökurnar, þetta var mjög stíf dagskrá hjá þeim,“ segir Rafnar Hermannsson hjá True North. Hann var með Westlife við tökur á nýju myndbandi sveitarinnar við Jökulsárlón og Skálafellsjökul. Fréttablaðið greindi frá væntanlegri för strákabandsins en það er eitt það allra vinsælasta á Bretlandseyjum og þótt víðar væri leitað. Leikstjóri myndbandsins var Phil Adelman en sá hefur unnið með listamönnum á borð við Beyoncé, Lenny Kravitz og Jay-Z. Rafnar segir fjórmenningana í Westlife hafa komið til landsins á sunnudaginn. Síðan hafi verið unnið sleitulaust frá morgni til kvölds. Leiguvél ferjaði fjórmenningana milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði enda má engan tíma missa þegar dagsbirta er af jafn skornum skammti og nú er. „Við byrjuðum klukkan sex á morgnana og vorum að til níu á kvöldin. Og þegar öllum tökunum var lokið héldu þeir samstundis heim,“ segir Rafnar en Westlife fékk fínt veður meðan á tökunum stóð þótt óneitanlega hafi verið kalt. Drengirnir létu það þó ekki á sig fá og klæddust nýjustu tískufötunum, sem teljast ekki heppilegur klæðnaður þegar menn eru staddir uppi á hálendi Íslands. Þeim varð því nokkuð kalt, svo vægt sé til orða tekið. „Við vorum síðan bara með dúnúlpur til að hlýja þeim inni á milli.“ Þrettán manna hópur fylgdi drengjunum við hvert fótmál og þeim gafst lítið tækifæri til að kíkja á hið margrómaða næturlíf Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að þeir hafi gist í hjarta borgarinnar á 101 hóteli. Rafnar segir að gert sé ráð fyrir því að myndbandið verði frumsýnt annaðhvort um helgina eða í næstu viku í sjónvarpsþættinum X-Factor þar sem skapari sveitarinnar, Simon Cowell, situr við stjórnvölinn. Þættirnir eru meðal þeirra vinsælustu í bresku sjónvarpi og má því fastlega gera ráð fyrir að Ísland og alvöru jöklakulda beri þar talsvert á góma.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira