Innlent

Ók upp Bankastræti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn stöðvaði bílinn nálægt Lækjarbrekku. Mynd/ Pjetur.
Maðurinn stöðvaði bílinn nálægt Lækjarbrekku. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan hálffjögur í nótt að bifreið hefði verið ekið á umferðarskilti í Lækjargötu og að bensín læki úr henni.

Ökumaður stöðvaði ekki bifreiðina við óhappið heldur brá á það ráð að aka bifreiðinni upp Bankastræti á móti umferð en stöðvaði síðan bifreiðina við veitingahúsið Lækjarbrekku. Ökumaður reyndist vera allsgáður og bar við ókunnugleika þegar hann var spurður hversvegna hann hafi ekið á móti umferð upp Bankastræti.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um umferðarslys á Fífuhvammsvegi við Smáralind um klukkan korter í fimm í morgun. Leigubíll og pallbifreið höfðu lent í árekstri. Lögreglan telur að öðru ökutækinu hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Tveir farþegar voru í leigubifreiðinni og voru þau ekki í öryggisbeltum. Tveir farþegar voru sömuleiðis í pallbifreiðinni. Allir í leigubifreiðinni fluttir á slysadeild, ekki vitað nánar um meiðsl. Aðrir hlutu minniháttar meiðsl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×