Lífið

Fær loksins að syngja í karlakór

MEÐ LEYFISBRÉFIÐ Magnús Hlynur og Anna Margrét, eiginkona hans, í veislunni á föstudag.
MEÐ LEYFISBRÉFIÐ Magnús Hlynur og Anna Margrét, eiginkona hans, í veislunni á föstudag.

„Ég er búinn að suða í henni í tíu ár,“ segir garðyrkjumaðurinn og fréttahaukurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Magnús hefur loksins fengið formlegt leyfi frá Önnu Margréti Magnúsdóttur, eiginkonu sinni, til að skrá sig í Karlakór Selfoss. Leyfið fékk hann að gjöf í fertugsafmælisveislu sinni sem var haldin í hinum sögufræga Tryggvaskála á Selfossi síðasta föstudag.

„Hún var alltaf búin að segja nei við mig og segja að ég hefði ekki tíma,“ segir Magnús sigri hrósandi yfir leyfinu, sem hann segir að hafi verið besta afmælisgjöfin í ár. Hann sýndi mikla þrautseigju í baráttu sinni fyrir inngöngu í kórinn – baráttu sem nú hefur skilað fullnaðarsigri.

„Það var æðsti draumur minn að skrá mig í kórinn,“ segir Magnús, sem dreymir um að vera tenór í kórnum. „Uppátækið vakti mikla athygli á meðal þeirra áttatíu gesta sem voru í Tryggvaskála, það ætlaði allt um koll að keyra þegar ég las upp leyfisbréfið.“

Næsta skref Magnúsar er að fara í inntökupróf hjá Lofti Erlingssyni kórstjóra. Standist hann það fær hann að syngja lög á borð við Árnesþing og Þú komst í hlaðið á hvítum hesti á sviði, en ekki í sturtunni, innan skamms.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.