Innlent

Obama hugsanlega á leið til Íslands

Jón Hákon Halldórssn skrifar
Reykjavík gæti orðið fyrir valinu þegar staðsetning fyrir undirritun nýs samkomulags um fækkun kjarnavopna verður undirritað á næstunni. Á vef The New York Times segir að borgirnar Genf í Sviss og Helsinki, höfuðborg Finnlands, gætu einnig orðið fyrir valinu.

Líklegt þykir að bæði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og fulltrúar Rússlands, verði viðstaddir undirritunina. New York Times segir að unnið sé hörðum höndum að gerð samkomulagsins og stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki áður en Obama haldi í Evrópureisu í næstu viku.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að í ráðuneytinu hafi menn veitt fréttinni á New York Times athygli en málið sé ekki komið á það stig að farið sé að ræða það við ráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×