Lífið

Nýárspartí á 14.500 krónur

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri á Austur á nýárskvöld. Sigríður Thorlacius og Högni úr Hjaltalín verða síðan meðal skemmtiatriða.
Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri á Austur á nýárskvöld. Sigríður Thorlacius og Högni úr Hjaltalín verða síðan meðal skemmtiatriða.
„Fólk er að fá alveg fyrir aurinn," segir Valgarð Sörensen, einn af eigendum skemmtistaðarins Austur.

Öllu verður tjaldað til fyrir nýárspartí staðarins, enda er miðaverðið eftir því, eða 14.500 krónur. „Ef fólk ætlar út á annað borð þá er þetta fimm rétta máltíð og allt innifalið, þar á meðal áfengi, rautt og hvítt og kampavín í fordrykk," segir Valgarð. „Síðan verður Smirnoff-flaska inni í þessu líka, plús öll dagskráin, þannig að ég held að þetta sé mjög góður díll. Við ætlum að vera með flotta heimapartí-stemningu og skapa afslappað andrúmsloft. Þetta verður ekta nýárspartí," segir Valgarð.

Veislustjóri kvöldsins verður Logi Bergmann Eiðsson og á meðal þeirra sem stíga á svið verða Baddi og Valdi úr Jeff Who?, Högni og Sigríður úr Hjaltalín og uppistandararnir Ari Eldjárn og Jóhann Alfreð. Matseðillinn verður ekki af verri endanum. Hann samanstendur af grafinni gæsabringu, lakkríslambi, reyktri lambalund og nautalund, ásamt fleiri kræsingum. Eftir að allir hafa borðað nægju sína og horft á skemmtiatriðin geta þeir síðan dillað sér við danstónlist frá plötusnúðunum Önnu Rakel og Símoni.

Nánast uppselt er í matinn en eftir hann verður húsið opnað á milli ellefu og tólf. Spurður hvort partíið sé ekki bara fyrir þotuliðið segir Valgarð: „Eru ekki allir í þotuliðinu á Íslandi núna í dag?" - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.