Innlent

Yfirlýsing frá Björgólfi Thor vegna frétta Stöðvar tvö í gær

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson Mynd/Valli
Í bréfi sem fréttastofu barst rétt í þessu má finna yfirlýsingu Björgólfs Thors vegna þess sem hann segir rangfærslur í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld.

Þar var fjallað um meintar millifærslur Björgólfs og annarra auðmanna úr Straumi til skattaskjóla erlendis.

Í yfirlýsingunni segir Björgólfur að hvorki hann né fyrirtæki á hans vegum hafi millifært fé af reikningum í Straumi til erlendra skattaparadísa, né hafi Straumur haft milligöngu um að stofna félög í erlendum skattaparadísum fyrir sig.

Hann segir frétt Stöðvar tvö því algjörlega ósanna hvað sig varði.

Þá segir hann öll gögn um viðskipti Straums í höndum opinberrar skilanefndar og því sé á valdi opinberra aðila að sannreyna hið rétta í málinu. Því segist Björgólfur ekki kvíða.

Þá segist hann hafa óskað eftir því við lögmann sinn að hann kanni stöðu sína í því flóði „[...] skipulags óhróðurs, véfrétta og lyga sem vef- og fjölmiðlar á Íslandi hafa tekið að sér að dreyfa um mig og fyrirtæki mín."

Þá segist Björgólfur líta málið alvarlegum augum og hann muni sækja rétt sinn eins fast og hægt er.

Yfirlýsingu Björgólfs í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×