Innlent

Stjórnskipulag LSH skorið upp

Björn Zoëga
Björn Zoëga

Haldnir hafa verið fjórir sérstakir sparnaðarfundir á hinum ýmsu deildum Landspítalans að undanförnu.

Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir í pistli á heimasíðu spítalans að um byltingu í stjórnskipulagi spítalans sé að ræða. „Valddreifing er lykilorðið og því fylgir ábyrgð til þeirra sem fá vald," segir Björn.

Skipulagsvinna vegna sparnaðaraðgerða næsta árs er í fullum gangi og verður kynnt starfsmönnum von bráðar. Markmiðið er sem fyrr að ná sparnaði en reyna að tryggja öryggi sjúklinga, segir Björn.

Á þriðjudag gekk framkvæmdastjórn spítalans frá fyrirkomulagi um ábyrgðarsvið stjórnenda. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×