Erlent

200 breskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá 2001

Frá Afganistan. Mynd/AP
Frá Afganistan. Mynd/AP
Yfir 200 breskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því stríðið hófst þar árið 2001. Nú um helgina létust tveir. Gordon Brown, forsætisráðherra, sagði sumarið hafa verið sérlega erfitt en árangur hefði þó náðst í baráttunni við hryðjuverkamenn og merki um það væru komandi forsetakosningar í Afganistan.

Síðast í gær gerðu Talíbanar árás á alþjóðlegu herstöðina í Kabúl þar sem sjö létust. Með árásinni vildu þeir mótmæla komandi kosningum. Í morgun hótuðu Talíbanar svo að höggva af fingur þeirra sem myndu kjósa, eða skera af þeim nef og eyru.


Tengdar fréttir

Ráðist á höfuðstöðvar NATO í Afganistan

Sjö létust og hátt í hundrað særðust í sjálfsmorðsárás Talibana á höfuðstöðvar NATO í Afganistan í morgun. Í dag eru aðeins fimm dagar þar til forsetakosningar fara fram í landinu.

Karzai leiðir í könnunum í Afganistan

Sitjandi forseti Afganistans, Hamid Karzai fær mest fylgi í komandi forsetakosningum í landinu samkvæmt nýrri könnun sem greint hefur verið frá. Karzai fær þó ekki hreinan meirihluta og því þyrfti að kjósa aftur á milli hans og næsta manns ef útkoman í kosningunum sem fram fara í næstu viku verður á þessa leið.

Ætlaði að ráðast á bandaríska sendiráðið

Sjö létust og hátt í 100 særðust í sjálfsmorðsárás Talibana á höfuðstöðvar NATO í Afganistan í morgun. Í dag eru aðeins fimm dagar þar til forsetakosningar fara fram í landinu.

Talibanar hóta kjósendum

Talibanar í Afganistan hótuðu í morgun að skera fingur af kjósendum og ráðast á kjörstaði, en fingrafar er tekið af þeim sem kjósa í Afganistan. Tilgangurinn er að fá Afgana til að sniðganga forsetakosningarnar sem fara fram þar eftir fjóra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×