Erlent

Talibanar hóta kjósendum

Frá Afganistan í gær. Þá féllu 7 og rúmlega 100 særðust í sjálfsmorðsárás.
Frá Afganistan í gær. Þá féllu 7 og rúmlega 100 særðust í sjálfsmorðsárás. Mynd/AP
Talibanar í Afganistan hótuðu í morgun að skera fingur af kjósendum og ráðast á kjörstaði, en fingrafar er tekið af þeim sem kjósa í Afganistan. Tilgangurinn er að fá Afgana til að sniðganga forsetakosningarnar sem fara fram þar eftir fjóra daga.

Þessum hótunum var dreift í bæklingi til íbúa í suður Afganistan. Þá kom líka fram að Talibanar myndu einnig skera af nef og eyru þeirra sem voguðu sér að kjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×