Erlent

Ætlaði að ráðast á bandaríska sendiráðið

Frá Afganistan í dag. Mynd/AP
Frá Afganistan í dag. Mynd/AP
Sjö létust og hátt í 100 særðust í sjálfsmorðsárás Talibana á höfuðstöðvar NATO í Afganistan í morgun. Í dag eru aðeins fimm dagar þar til forsetakosningar fara fram í landinu.

Árásarmaðurinn hugðist leggja til atlögu við bandaríska sendiráðið í Kabúl, en komst ekki alla leið vegna mikillar öryggisgæslu. Þess í stað sprengdi hann sprengjuna við dyr alþjóðlegu herstöðvarinnar.

Talibanar höfðu hótað því að gerðar yrðu árásir meðan undirbúningur fyrir kosningarnar stæði yfir.

Meðal hinna særðu voru börn sem voru að selja varning fyrir utan herstöðina. Þetta er mannskæðasta árásin í Afganistan í hálft ár.


Tengdar fréttir

Ráðist á höfuðstöðvar NATO í Afganistan

Sjö létust og hátt í hundrað særðust í sjálfsmorðsárás Talibana á höfuðstöðvar NATO í Afganistan í morgun. Í dag eru aðeins fimm dagar þar til forsetakosningar fara fram í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×