Erlent

Leitarhópur alltaf fundið svarta kassann

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ein af vélum Air France.
Ein af vélum Air France.

Paolo Carmassi, hátt settur yfirmaður í fyrirtækinu sem byggði svarta kassann í flugvél Air France sem hrapaði fyrr í mánuðinum, er ekki af baki dottinn við leitina að kassanum. Fyrirtæki hans, Honeywell Aerospace, hefur alltaf tekist að finna svarta kassann eftir flugslys hingað til.

Alls létust 288 manns þegar flugvél Air France hrapaði. Rannsakendur slyssins hafa enn enga hugmynd um hvað olli hrapi flugvélarinnar og því gæti svarti kassinn veitt mikilvægar upplýsingar, en hann geymir öll gögn um flug vélarinnar. Flakið er nú á 4500 metra dýpi í Atlantshafinu.

Franskur kjarnorkukafbátur er meðal þeirra tækja sem leitarhópurinn notar til að finna kassann, auk háþróaðs búnaðs frá bandaríska sjóhernum. Leitarhópurinn gerir allt hvað hann getur til að nema hljóðbylgjur sem sjálfvirkur búnaður í svarta kassanum sendir frá sér.

Carmassi segir þó hættu á að rafhlöðurnar sem knýja hljóðbylgjubúnaðinn gætu tæmst áður en flakið finnst.

Þetta kemur fram á fréttavef CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×