Erlent

Grunur um að þúsundir hotmail-lykilorða hafi verið hökkuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grunur leikur á að þúsundir hotmail lykilorða hafi verið hökkuð. Mynd/ AFP.
Grunur leikur á að þúsundir hotmail lykilorða hafi verið hökkuð. Mynd/ AFP.
Microsoft fyrirtækið rannsakar nú hvort þúsundir lykilorða að hotmail tölvupóstsíðunni hafi verið hökkuð og lykilorðin sett á netið. Þetta kom fram á Sky fréttastöðinni fyrir stundu.

Hotmail er ein af vinsælustu tölvupóstsíðum í heiminum. Mörg hundruð Íslendingar nota hotmail dagsdaglega. Sérhver notandi velur sér þá netfang og aðgangsorð til þess að lesa sinn eigin tölvupóst. Hafi lykilorðin verið sett á netið er hins vegar möguleiki á að hver sem er geti skoðað tölvupóstinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×