Erlent

Carter fundaði með leiðtoga Hamas

Jimmy Carter og Ismail Haniyeh funduðu á Gazasvæðinu í dag. Mynd/AP
Jimmy Carter og Ismail Haniyeh funduðu á Gazasvæðinu í dag. Mynd/AP

Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, gagnrýnir ráðamenn í Ísrael harðlega fyrir ómanneskjulega meðferð á Palestínumönnum á Gazasvæðinu. Hann segir að farið sé með Palestínumenn líkt og dýr.

Forsetinn fyrrverandi, sem er 84 ára, er staddur á Gazasvæðinu til að skoða vegsummerki eftir sprengjuárásir Ísraela fyrr á árinu. Hann fundaði með Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamassamtakanna á Gazasvæðinu.

Síðastliðin ár hefur Carter beitt sér mikið í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs en alla tíð frá því að hann lét af embætti árið 1981 hefur hann verið ötull baráttumaður fyrir friði í heiminum.

Jimmy Carter og Ismail Haniyeh funduðu á Gazasvæðinu í dag. Mynd/AP






Fleiri fréttir

Sjá meira


×