Enski boltinn

52 prósent telja að Shearer nái ekki að bjarga Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer með gullskóinn sem markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Alan Shearer með gullskóinn sem markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Mynd/GettyImages

Í könnum á heimasíðu BBC kemur í ljós að lesendur síðunnar telja það hafi ekki verið nóg fyrir Newcastle að ráða Alan Shearer sem stjóra liðsins.

Newcastle er búið að gefa það formlega út að markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi stýri liðinu í síðustu átta leikjum tímabilsins.

9790 manns tjáðu skoðun sína í þessari óformlegu könnun á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.

52 prósent töldu að Shearer myndi mistakast að halda Newcastle uppi í ensku úrvalsdeildinni en 48 prósent voru á því að honum tækist að bjarga sínu gamla félagi frá falli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×