Innlent

Kvennahlaup á 90 stöðum

Kvennahlaup ÍSÍ.
Kvennahlaup ÍSÍ. Mynd/Vilhelm

Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands fer fram í tuttugasta sinn á 90 stöðum hér á landi í dag. Einnig er hlaupið á 18 stöðum erlendis. Hlaupið hefst klukkan ellefu á Akureyri, Egilsstöðum og í Mosfellsbæ. Í Garðabæ verður ræst klukkan tvö, en þar hefur verið fjölmennast undanfarin ár.

Í tilefni hlaupsins er hátíðardagskrá um allt land. Upphitun hefst í Mosfellsbæ og á Akureyri klukkan korter í tólf og á Garðatorgi í Garðabæ hefst dagskrá klukkan hálf tvö. Þar munu listakonur framkvæma gjörning eða svokallað listhlaup þar sem allir þátttakendur eiga sinn þátt í listaverkinu. Meðal skemmtikrafta í Garðabæ verða Hrafnkell og Jónsi í hljómsveitinni í Svörtum fötum og Helga Braga.

Frítt er í sundlaugar víða um landið í dag í tilefni hlaupsins. Þá bjóða nokkrir hlaupastaðir upp á súpu, grillaðar pylsur og ávaxta- og grænmetishlaðborð að loknu hlaupi. Þátttökugjald er þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×