Erlent

Ísraelsmenn til Egyptalands að ræða vopnahlé

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Gaza-borg. Árásir Ísraelsmanna hafa stigmagnast undanfarna daga.
Frá Gaza-borg. Árásir Ísraelsmanna hafa stigmagnast undanfarna daga.

Tveir fulltrúar Ísraelsmanna fara til Kaíró í Egyptalandi í dag eða á næstu dögum til að ræða möguleikana á vopnahléi á Gaza-svæðinu, hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CNN eftir embættismanni í ísraelska utanríkisráðuneytinu.

Ekki er ljóst hvort palestínsku Hamas-samtökin munu senda sína fulltrúa til fundarins en Ísraelsmenn neita að ræða milliliðalaust við samtökin sem þeir líta á sem hryðjuverkasamtök. Viðræður milli Ísraela og Palestínumanna hafa áður átt sér stað með milligöngu Egypta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×