Innlent

Fjallað um lopavörusöfnunina á BBC

Heimir Karlsson.
Heimir Karlsson.

Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Í morgun var Heimir Karlsson, umsjónarmaður þáttarins, í beinni útsendingu í sjónvarsþættinum vinsæla Daily Politics á BBC 2.

Heimir var spurður um ástandið á Íslandi sem hann sagði ekki væri ekki gott. Sífellt fleiri missi atvinnuna og lækki í launum. Þá minntist hann á sviptingarnar í stjórnmálunum og að hugsanlega yrði komin ný ríkisstjórn hér á landi í lok dags.

Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kom til Hull í Bretlandi í gær. Hugmyndin að söfnuninni kviknaði út frá frétt á dögunum um að hætta væri á að einn af hverjum tólf ellilífeyrisþegum í Bretlandi myndi deyja úr kulda í vetur.

Hægt er að horfa á morgunþáttinn hér.






Tengdar fréttir

Mikið fjallað um lopapeysurnar

Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kemur til Hull í Bretlandi á fimmtudaginn. Fjallað verður um söfnunina í vinsælum morgunþætti BBC eftir helgi.

Breskir fjölmiðlar þakka lopapeysurnar

Breskir fjölmiðlar fara hlýjum orðum um staurblanka Íslendinga sem hafi sent heilan gám af lopapeysum, treflum, leistum og húfum til aldraðra Breta sem hrynji niður af kulda.

Síðustu forvöð að gefa peysu

Söfnun á íslenskum ullarfatnaði, lopapeysum, lopasokkum, lopavettlingum, húfum og lopateppum til þurfandi eldri borgara í Bretlandi fer senn að ljúka. Tekið verður við ullarflíkum hjá Samskipum og á Bylgjunni í dag og á morgun. Vonir standa til að hægt verði að afhenda heilan gám af hlýjum og góðum íslenskum ullarfatnaði í Bretlandi í næstu viku.

Heimir og Kolla á BBC

„Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókaður í viðtöl langt fram eftir kvöldi," segir morgunhaninn Heimir Karlsson. Lopapeysusöfnun útvarpsþáttarins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×