Lífið

Tyra hættir í sjónvarpi

Hætt að spjalla Tyra Banks ætlar að snúa sér að kvikmyndaframleiðslu.
Hætt að spjalla Tyra Banks ætlar að snúa sér að kvikmyndaframleiðslu.
Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur ákveðið að hætta með spjallþátt sinn The Tyra Show og ætlar þess í stað að snúa sér að kvikmyndaiðnaðinum. Fyrirsætan ætlar að eigin sögn að einbeita sér að því að framleiða kvikmyndir sem munu veita konum innblástur. „Þetta verður síðasta árið sem The Tyra Show er í loftinu. Ég hef haft gaman af því að birtast ykkur á skjánum síðustu fimm árin. Næsta skref mitt mun veita mér tækifæri til að ná augum enn fleiri kvenna og stúlkna og mun ég enn hjálpa ykkur við að finna ykkar innri töffara.“ sagði í tilkynningu frá fyrirsætunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.