Innlent

Íslendingar erlendis vilja vera á kjörskrá

Íslendingar búsettir erlendis vilja að Alþingi setji bráðabirgðalög sem geri þeim kleyft á að komast á kjörskrá fyrir þingkosningarnar í apríl. Íslendingar búsettir erlendis þurfa að sækja um fyrir 1. desember að verða teknir á kjörskrá til að viðkomandi geti öðlast kosningarrétt við alþingiskosningar og forsetakjör sem efnt yrði til fram að næsta 1. desember.

Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að undirskriftarlisti, sem hópur Íslendinga búsettir í París standa að, verður á næstunni sendur til landskjörstjórnar og Dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Farið er fram á að sett verði bráðabirgðalög sem geri Íslendingum búsettum erlendis kleyft að komast á kjörskrá fyrir þingkosningar í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×