Innlent

Á fimmta þúsund vilja að Alþingi afgreiði Icesave

Tæplega 4700 manns hafa skráð sig í hóp á samskiptasíðunni Facebook þar sem þess er krafist að Alþingi afgreiði án tafar frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans. Aftur á móti vilja meira en 30 þúsund að forsetinn staðfesti ekki lög um Icesave í núverandi mynd.

Hópurinn sem vill að Alþingi samþykki Icesave strax var stofnaður fyrir helgi. Á síðu hans á Facebook segir vegna efnahagsástandsins og sálarástands þjóðarinnar sé nauðsynlegt að málið verið afgreitt án frekari tafa. „Hversu sárt sem það nú er þá er engin önnur leið fær en að samþykkja Icesave, að Ísland gangist við skuldbindingum sínum og geti þannig staðið hnarreist meðal annarra fullvalda þjóða.“

Þá hafa rúmlega 30.600 manns undirritað áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á vefsíðunni indefence.is. Á síðunni er skorað á forsetann að staðfesta ekki Icesave frumvarpið í núverandi mynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×